Vogabyggð svæði 5 - Skólpdælustöð, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Sigríður Magnúsdóttir
Skipulags- og samgönguráð nr. 46
4. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Sigríðar Magnúsdóttur dags. 15. ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar. Breytingin felst í því að stækka lóð skólpdælustöðvar um 150m2 (úr 900m2 í 1050m2) og minnka um leið athafnarsvæði smábáta úr 25.555m2 í 25.415m2 ásamt því að stækka mannvirki skólpdælustöðvarinnar að flatarmáli (úr 300m2 í 500m2) og rúmmáli, hæð þess getur orðið 9 metra hátt frá jörðu. Ásamt því að skilgreina nýja kvöð utan lóðar skólpdælustöðvar um graftrarétt, landmótun og göngustíg við lóð skólpdælustöðvar samkvæmt uppdrætti Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 15. ágúst 2019.  Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.  Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.