Grandagarður 1A, kæra 74/2019, umsögn, úrskurður
Grandagarður 1A (01.115.2)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 59
8. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júlí 2019 ásamt kæru dags. 26. júlí 2019 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2019 um að gefa út byggingarleyfi fyrir innréttingu neyðarskýlis fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur o.fl. á lóð nr. 1A við Grandagarð. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 13. ágúst 2019 vegna stöðvunarkröfu og bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 22. ágúst 2019. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um frestun réttaráhrifa samkvæmt hinni kærðu ákvörðun er hafnað. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. ágúst 2019. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. desember 2019. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. apríl 2019 að samþykkja byggingarleyfi til að innrétta neyðarskýli fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur að Grandagarði 1A, koma fyrir hvíldaraðstöðu á 2. hæð, nýrri pallalyftu milli hæða, svölum með hringstiga og nýju bílastæði á lóðinni.