Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 65
4. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. febrúar 2020 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 18. febrúar 2020 á tillögu að deiliskipulagi fyrir Laugaveg sem göngugötu.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Í sáttmála sínum ákvað meirihlutinn sem er með minnihlutaatkvæði að gera Laugaveginn að göngugötu allt árið. Þessi ákvörðun hefur komið verulega illa við fjölda rekstraraðila og rekstur þeirra á Laugavegi og Skólavörðustíg. Að viðskipti svo fjölmargar ólíkra verslana skyldi hrynja eins og raun bar vitni þegar götum var lokað fyrir umferð var kannski ekki hægt að vita að gerðist með svo afgerandi hætti. Þegar í ljós kom hvert stefndi hefði meirihlutinn átt að staldra við, hlusta á þennan hóp og endurskoða ákvörðun sína í kjölfarið. En í stað þess að staldra við er haldið áfram nánast af þvermóðsku. Það hefði ekki sakað að fara hægar í sakirnar hér þegar í ljós koma hvaða áhrif þessar lokanir höfðu. Að fara á móti straumnum veitir ekki á gott. Það er engin ákvörðun svo heilög að ekki megi endurskoða hana, aðlaga eða breyta tímasetningu hennar. Þetta er spurning um tillitssemi og skilning. Það er barnalegt af meirihlutanum að sveifla rökum eins og „já en þetta stendur í sáttmálanum“ og loka þar með á alla möguleika á að ræða málið með það í huga að mæta betur þörfum og væntingum rekstraraðila.