Laugavegur sem göngugata, nýtt deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 62
5. febrúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, 1. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 4. september 2018. Í tillögunni felst að hluti Laugavegs, Skólavörðustígs og Vegamótastígs verði gerðir að varanlegum göngugötum og samhliða því verði unnið að hönnun ýmissa lausna til að bæta götuna og umhverfið. Gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og lýsingu, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 20. september 2019 br. 6. desember 2019. Tillagan var auglýst frá 14. október 2019 til og með 25. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðlaugur Ö. Þorsteinsson f.h. Laugaverks ehf. dags. 17. nóvember 2019 og Björn Jón Bragason f.h. Miðbæjarfélagsins í Reykjavík. Einnig er lögð fram umsögn Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 10. október 2019 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 21. nóvember 2019. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020. Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags . 17. janúar 2020, sbr. 3. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er samþykkt með 6 atkvæðum Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Hildar Björnsdóttur og Katrínar Atladóttur.  Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Marta Guðjónsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.  Vísað til borgarráðs.
Svar

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata bóka: