Höfðabakki 5, breyting á deiliskipulagi
Höfðabakki 5 (04.070.0)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 41
26. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - Eystri vegna lóðarinnar nr. 5 við Höfðabakka. Í breytingunni felst að koma fyrir fimm smáhýsum á lóðinni en Velferðarsvið Reykjavíkurborgar leitast eftir að koma fyrir smáhýsum á völdum stöðum í borginni sem búsetuúrræði fyrir skjólstæðinga sína. Ekki er gert ráð fyrir að búseta sé varanleg notkun á lóðinni. Við breytinguna minnkar nýtingarhlutfall lóðarinnar og byggingareitur færist, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar Stika ehf. dags.  13. júní 2019. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr  skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og samgönguráð samþykkti jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.  Vísað til borgarráðs
Gestir
Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
110 Reykjavík
Landnúmer: 110679 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023147