Gufunes, Skemmtigarður, breyting á deiliskipulagi
Gufunes (02.2)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Fjöreflis ehf. dags. 17. maí 2019 ásamt greinargerð verkfræðistofunnar Eflu dags. 20. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness. Í breytingunni felst m.a. að byggingareitir eru stækkaðir umtalsvert innan afnotasvæðis, gólfkóti bygginga hækkaður um 2 m, úr 19 í 21 m. Byggingarmagn aukið um 1650 fm. og bráðabirgðareitur sameinaður nýjum byggingareit og heimilt er að vera með allt að 25 smáhýsi á afnotasvæðinu, hámarksstærð að grunnfleti 45 fm hvert hús, hámarkshæð í mæni húss 5,5 m frá gólfkóta o.fl. Sjá nánar uppdrætti verkfræðistofunnar Eflu dags. 20. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar dags. 4. júní 2019.  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr.  skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.