Einarsnes 44 og 44A, breyting á deiliskipulagi
Einarsnes 44A (01.672.0)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Efemia Mjöll Guðmundsdóttir
Skipulags- og samgönguráð nr. 41
26. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Arnfríðar Sigurðardóttur dags. 16. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðanna nr. 44 og 44A við Einarsnes. Í breytingunni felst færsla á lóðamörkum þannig að bílastæði á baklóð húss nr. 44 verði hluti af lóð 44A. Lóð nr. 44 minnkar um 16 fm. við breytinguna og lóð nr. 44A stækkar sem því nemur. Kvöð um bílastæði á baklóð húss nr. 44 fellur niður, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 3. maí 2019 br. 12. júní 2019. Einnig er lagt fram samþykki eigenda dags. 14. maí 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs. 
Gestir
Birkir Ingibjartsson skipulagsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
102 Reykjavík
Landnúmer: 180268 → skrá.is
Hnitnúmer: 10079116