Hvassaleitisskóli, breyting á deiliskipulagi
Stóragerði 11A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 104
12. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla að Stóragerði 11A. Í tillögunni eru sýndar endurbætur er stuðla að auknu öryggi nemenda og starfsmanna skólans, bæði er varðar bætt aðgengi að skólalóðinni og bættri aðstöðu til leikja innan hennar. Færa á almennu bílastæðin (30 stk.) frá norðurhluta skólalóðar yfir á suðurhluta með nýrri aðkomu frá Brekkugerði sem er á borgarlandi. Stæði hreyfihamlaða (2 stk.) verða áfram á núverandi stað fyrir framan aðalinngang skólans. Deiliskipulagsmörk verða útvíkkuð og skólalóð verður stækkuð auk þess sem komið verður fyrir skólarútustæði og sleppistæði í Stóragerði. Nýjum byggingarreitum undir færanlegar kennslustofur og nýtt sorpgerði er komið fyrir innan skólalóðarinnar, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 29. janúar 2021, br. 27. apríl 2021. Einnig er lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs dags. 16. apríl 2019. Tillagan var auglýst frá 19. febrúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ólafía Aðalsteinsdóttir dags. 4. mars 2021, Axel Kaaber dags. 6. apríl 2021 og 46 eigendur að Brekkugerði og Stóragerði 27, dags. 7. apríl 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2021.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin, Píratar, Viðreisn
    Skipulagið er til bóta fyrir skólasamfélagið í heild enda hugmyndirnar komnar þaðan. Athugasemdin um að taka alfarið burt stæðin og nýta einungis stæði í borgarlandi er áhugaverð og rétt að skoða þá hugmynd betur í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir hverfið.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Breyting á skipulagi er til þess að auka öryggi barna á leið í skólann og til að tryggja öryggi við og bæta leiksvæði á skólalóðinni. Tillagan byggir á hugmyndum aðila skólasamfélagsins sem sátu í undirbúningshópi í hönnunarferlinu. Í honum sátu fulltrúar nemenda, foreldra og starfsfólks. Það var samdóma álit allra aðila að mikilvægt væri að tryggja betur öryggi nemenda með því að færa umferð út af skólalóðinni. Gert er ráð fyrir sérstöku stæði fyrir starfsfólk, svo það þarf ekki að nýta sér stæði nálægum götum og áfram verður sleppistæði fyrir foreldra sem skutla börnum sínum til skóla. Þegar kemur að deiliskipulagsbreytingar í grónum hverfum er mikilvægt að haft sé samráð við íbúa um breytingarnar.
  • Flokkur fólksins
    Fulltrúi Flokks fólksins telur að best hefði farið á því að fresta þessu máli enda hér farið gegn vilja íbúa sem hafa verið samstíga í málinu. Þetta er m.a. spurning um öryggi og öll viljum við að öryggi barna sem er að koma í og úr skóla sé sem allra mest. Vinna á þetta með íbúum ekki síst þeim sem breytingarnar snerta mest.  Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu og hvatt skipulagsyfirvöld til að hlustað verði á íbúana í hverfinu, unnið með þeim í málinu. Sú tillaga Flokks fólksins er lögð fram á þessum sama fundi og verður væntanlega vísað frá.  Aðgerðir þessar eru að ósk skólans en finna þarf lausn sem allir geta sætt sig við.  
Landnúmer: 107732 → skrá.is
Hnitnúmer: 10003715