Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 54
13. nóvember, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinn kynningu á drögum að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2019 er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í nóvember 2019 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga að breytingu nær annarsvegar til legu Korpulínu 1 milli tengivirkisins við Geitháls að tengivirki Korpu við Vesturlandsveg og hinsvegar til lítilsháttar breytingar á legu Rauðavatnslínu 1, frá Geithálsi að aðveitustöð við Suðurlandsveg. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. september 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir vegna kynningar á drögum á tillögu umhverfis- og skipulagssviðs: Mosfellsbær dags. 11. október 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 24. október 2019 og Garðabær dags. 25. október 2019.  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu að aðalskipulagi í samræmi við 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.