Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Korpulína, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 50
2. október, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu á verklýsingu eru lögð fram drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga að breytingu nær annarsvegar til legu Korpulínu 1 milli tengivirkisins við Geitháls að tengivirki Korpu við Vesturlandsveg og hinsvegar til lítilsháttar breytingar á legu Rauðavatnslínu 1, frá Geithálsi að aðveitustöð við Suðurlandsveg. Kynning verklýsingar stóð til og með 29. maí 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Garðabær dags. 13. maí 2019, Skipulagsstofnun dags. 22. maí 2019, Umhverfisstofnun dags. 31. maí 2019, Mosfellsbæjar dags. 27. maí 2019, Landsnet dags. 28. maí 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 29. maí 2019, Minjastofnunar Íslands dags. 6. júní 2019, skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss dags. 5. júní 2019 og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 5. júlí 2019. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. september 2019.  Samþykkt að kynna drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 36. gr. sbr. einnig 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.