Vegbrekkur 43, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 39
5. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 11. apríl 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Aðveitustöðvar 12 við Trippadal vegna lóðar nr. 43 við Vegbrekku. Í breytingunni felst að stækka lóð og byggingarreit aðveitustöðvarinnar til að koma fyrir vararafstöð, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 29. maí mars 2019. Einnig er lögð fram ákvörðun skrifstofu umhverfisgæða um framkvæmd í flokki C sé ekki matsskyld dags. 10. maí 2019. Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs (nú skipulags- og samgönguráðs) án staðfestingar borgarráðs.  Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.