Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Andrúms arkitekta ehf. dags. 21. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 20. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, austan Suðurgötu, vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut. Í breytingunni felst að fjölga stúdentaíbúðum á háskólasvæðinu með stækkun á Gamla Garði með viðbyggingu og hugsanlegri nýtingu Stapa sem stúdentaíbúða, samkvæmt uppdr. Andrúms arkitekta ehf. dags. 15. febrúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar íslands dags. 15. apríl 2019 og hljóðvistarskýrsla Verkfræðistofunnar Eflu dags. 15. febrúar 2019. Tillagan var auglýst frá 13. maí 2019 til og með 24. júní 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðfinna Guðmundsdóttir dags. 19. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. ágúst 2019. Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. ágúst 2019. Vísað til borgarráðs.
Svar

Skipulags- og samgönguráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Gestir
Hildur Gunnarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.