Holtavegur 28, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Holtavegur 28 (01.386.1)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 33
3. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn Urðarsel ehf. dags. 29. desember 2018 ásamt greinargerð Urðarsels ehf. og KFUM og KFUK á Íslandi dags. 7. desember 2018 um breytingu á deiliskipulagi Laugardals austur vegna lóðarinnar nr. 28 við Holtaveg sem felst í stækkun núverandi leikskóla, uppbyggingu lágreistrar íbúðarbyggðar, stofnun lóðar og uppbyggingu búsetukjarna eða öldrunarrými á einni hæð og stækkun á byggingarreit húss KFUM fyrir ungmennagistingu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1.apríl 2019. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. apríl 2019 samþykkt. 
Gestir
Ingvar Jón Bates Gíslason verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
104 Reykjavík
Landnúmer: 104939 → skrá.is
Hnitnúmer: 10019739