Reitur 1.265, Orkuhúsreitur, kynnt niðurstaða hugmyndasamkeppni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 25
23. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram til kynningar lýsing Reita fasteignafélags hf. dags. 22. júní 2018 fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag reits 1.265, Orkuhúsreitsins, við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Kynnt. 
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: “Athygli vekur að valdar eru 3 arkitektastofur í lokaða samkeppni. Gott væri að fá rökstuðning fyrir þessu vali. Þrátt fyrir að Reitir standi að verkefninu er það óhjákvæmilega samstarfsverkefni með borginni, enda mun borgin sækjast eftir að fá hluta lóðarinnar til sín.Þá segir í lýsingu fyrir hugmyndasamkeppni “Eru til einhverjar forsendur varðandi endurhönnun götunnar og borgarlínunnar sem geta hjálpað keppendum að átta sig betur á þessum jaðri svæðisins og hvernig best væri að flétta byggðina saman við götuna?” Forsendur virðast því vera á reiki líkt og dæmi eru um t.d. á Heklureit.”

Gestir
Hrafnhildur Sverrisdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.