Sundahöfn, norðan Vatnagarða, breyting á deiliskipulagi
Sundahöfn (01.332)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 27
6. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 24. október 2018 ásamt bréfi dags. 24. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða vegna Sundahafnar. Í breytingunni felst að skilgreina tvo byggingarreiti á lóð Sægarða 9, stækka og breyta sérskilmálum fyrir lóð Sægarða A og gera nýjar lóðir fyrir dreifistöð Sægarðar 13 og spennistöð Sægarðar 17, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. október 2018 uppf. 28. janúar 2019. Tillagan var auglýst frá 7. desember 2018 til og með 23. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Grímur M. Jónasson f.h. Eimskips dags. 16. janúar 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2019.  Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. febrúar 2019.  Vísað til borgarráðs.
Gestir
Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
104 Reykjavík
Landnúmer: 219172 → skrá.is
Hnitnúmer: 10112520