Hverfisskipulag - leiðbeiningar, breytingar kynntar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 49
25. september, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagðar fram eftirfarandi leiðbeiningar dags. 14. desember 2018, br. 12. september 2019, um 1. Starfsemi í íbúðabyggð, 2. Fjölgun íbúða, 3. Viðbyggingar við einbýlishús, 4. Parhús og raðhús, 5. Fjölbýlishús án lyftu, 6. Borgarbúskapur, 7. Borgargötur, 8. Hverfiskjarnar, 9. Þakbreytingar, 10. svalir og útlitsbreytingar á húsum, 11. Almenningsrými, 12. Ljósvist, 13. Útfærsla lóða og 14. Blágrænar ofanvatnslausnir, sbr. samþykkt um málsmeðferð leiðbeininga um útfærslu skipulags- og byggingaheimilda í hverfisskipulagi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019. Samþykkt sbr. 1.mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2019. Vísað til borgarráðs
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Hverfisskipulag er til þess fallið að einfalda stjórnkerfið og auka gagnsæi fyrir íbúa um rétt þeirra í hverfunum. Að loknu ítarlegu samráðsferli hefur verið ákveðið að falla frá heimild til að reisa fjölbýlishús við Birtingarkvísl. Það er jákvætt að hér hafi verið komið til móts við þann vilja íbúana.

Gestir
Ævar Harðarson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.