Freyjubrunnur 23, breyting á deiliskipulagi
Freyjubrunnur 23 (02.695.4)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Málsaðilar
Jón Hrafn Hlöðversson
Skipulags- og samgönguráð nr. 29
20. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 18. september 2018 um breytingu á deiliskipulagi að Freyjubrunni 23. Í breytingunni felst m.a. að fjölga íbúðum úr fimm í átta og auka byggingarmagn, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu dags. 31. janúar 2019. Einnig er lagt fram bréf Mansard teiknistofu dags. dags. 18. september 2018 og bréf borgarlögmanns dags. 5. september 2018.Jafnframt er lagt fram bréf Mansard teiknistofu ehf. dags. 29. ágúst 2018 mótt. 23. nóvember 2018. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með leiðréttum uppdrætti dags. 31. janúar 2019, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Svar

Fulltrúi Miðflokksins bókar:"Miðflokkurinn telur að æskilegt hefði verið að hafa samráð við eigendur aðliggjandi húsa við gerð breytts deiliskipulags, sérstaklega í ljósi forsögu málsins."