Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn, breyting á aðalskipulagi, stækkun hafnarsvæðis
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulags- og samgönguráð nr. 29
20. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags í nóvember 2018, uppf. 13. desember 2018, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir Sundahöfn vegna landfyllingar við Klettagarða ásamt umhverfisskýrsla  VSÓ ráðgjafar dags. í september 2018, uppf. 14. desember 2018. Einnig er lögð fram greinargerð Veitna ohf. dags. 4. desember 2018, bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. desember 2018, bréf Skipulagsstofnunar dags. 13. desember 2019 og umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2019. Tillagan var auglýst frá 21. desember 2018 til og með 1. febrúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsögn: Veitur ohf. dags. 1. febrúar 2019 og Umhverfisstofnun dags. 31. janúar 2019. Einnig er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags 18. febrúar 2019, umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í september 2018 síðast uppf. 14. febrúar 2019 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur, dags. 18. febrúar 2019. Samþykkt að vísa til borgarráðs, sbr. 32. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/206. 
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðlsu málsins.

Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.