Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfs, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 29
20. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Iðnað og önnur landfrek starfsemi dags. í júní 2018. Einnig er lögð fram drög að umhverfisskýrslu dags. júní 2018. Kynning stóð til og með 23. ágúst 2018. Eftirtaldir sendu inn umsagnir: Umhverfisstofnun dags. 21. ágúst 2018, Faxaflóahafnir dags. 23. ágúst 2018, SORPA dags. 23. ágúst 2018, samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 24. ágúst 2018, Seltjarnarnesbær dags. 29. ágúst 2018, Vegagerðin dags. 4. september 2018 og skrifstofu umhverfisgæða dags. 27. nóvember 2019. Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Iðnað og önnur landfrek starfsemi dags. í febrúar 2019 og umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í febrúar 2019
Svar

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. . Vísað í borgarráð

Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Komur og brottfarir
  • - Kl. 9:12 tekur Daníel Örn Arnarsson sæti á fundinum
  • - Kl. 9:13 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum
  • - Kl. 9:19 tekur Pawel Bartoszek sæti á fundinum