Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfs, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 38
29. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Iðnað og aðra landfreka starfsemi dags. í febrúar 2019 uppf. 19. mars 2019 og umhverfisskýrsla VSÓ ráðgjafar dags. í febrúar 2019. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 14. mars 2019. Tillagan var auglýst frá 29. mars 2019 til og með 10. maí 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Vegagerðin dags. 4. apríl 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 8. maí 2019, Garðabær dags. 13. maí 2019 og Minjastofnunar Íslands dags. 22. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðalskipulag Reykjavíkur dags. 24. maí 2019. Samþykkt með vísan til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur dags. 24. maí 2019. Vísað til borgarráðs.
Gestir
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.