Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi
Hverfisgata 41 (01.152.4)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 17
14. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar mótt.2. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar er hækkað, fjölga íbúðum í húsinu í þrjár, ein á hverri hæð (utan kjallara) og ein í risi, og koma fyrir svölum á norðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku dags. 1. nóvember 2017. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Sjens vegna byggingarréttar við Hverfisgötu 41 dags. 31. október 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. desember 2017. Tillagan var auglýst frá 5. janúar 2018 til og með 16. febrúar 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurjón Gunnsteinsson dags. 27. janúar 2018.  Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. nóvember 2018.  Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingar Aronar Levís Becks og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerðar Sigurðardóttur sem sitja hjá.  Vísað til Borgarráðs
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir og bóka: Óskað er eftir öllum fyrri gögnum varðandi Hverfisgötu 41, þar með talið þær forsendur sem lágu til grundavallar samkomulags við einkahlutafélagið “Sjens ehf.” um keyptan byggingarrétt. Ennfremur er óskað eftir skýringum á mismun verðmats byggingarréttar (45m) og heildarfjárhæðar sem borgin samþykkti að greiða (63m). 

101 Reykjavík
Landnúmer: 101069 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022362