Úlfarsfell, nýtt deiliskipulag
Úlfarsfell (02.6)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Málsaðilar
Skipulags- og samgönguráð nr. 27
6. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð er fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Umrædd framkvæmd tryggir fullnægjandi útvarps- og fjarskiptaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og til að lágmarka sjónræn áhrif mannvirkja er lagt til að unnið verði með náttúruleg byggingarefni á þann hátt að mannvirkin falli sem best inn í landslagið og umhverfið. Stærð skipulagssvæðis er um 1,3 ha, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 7. september 2018. Einnig er lögð fram greinargerð verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar dags. 18. september 2018 varðandi útreikninga á sviðsstyrk. Tillagan var auglýst frá 29. október 2018 til og með 17. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemd: Íbúasamtök Úlfarsárdals dags. 7. nóvember 2018, Sigurjón Kr. Sigurjónsson dags. 7. desember 2018, Þórður Jónsson og Björg Kofoed-Hansen dags. 16. desember 2018, Gísli Álfgeirsson, dags. 16. desember 2018, Harpa Helgadóttir dags. 17. desember 2018, Rúrik Vatnarsson dags. 17. desember 2018, Ásta Guðbrandsdóttir dags. 17. desember 2018,  Barbara Hafey Þórðardóttir dags. 17. desember 2018, Ásgeir Björnsson dags. 17. desember 2018, Linda Jónsdóttir dags. 17. desember 2018, Unnur Elva Gunnarsdóttir dags. 17. desember 2018, Sigrún Guðjohnsen dags. 17. desember 2018, Hildur Eyjólfsdóttir dags. 17. desember 2018,  Kristín Björg Konráðsdóttir dags. 17. desember 2018, Rudolf Rúnarsson dags. 17. desember 2018, Rose Dahlke dags. 17. desember 2018, Þóra Magnúsdóttir dags. 17. desember 2018, Höskuldur Goði dags. 17. desember 2018, Guðrún Ósk Traustadóttir dags. 17. desember 2018, Þorkell Þorkelsson dags. 17. desember 2018, Alexander J. Baldursson dags. 17. desember 2018 og Helga Hreiðarsdóttir dags. 17.  desember 2018. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá: Ingimundi Stefánssyni dags. 18. desember 2018 og Arnari Jónassyni, dags. 18. desember 2018,  Einnig er lögð fram umsögn Mosfellsbæjar dags. 26. nóvember 2018, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 7. desember 2018, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 7. janúar 2019, fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur, minnisblað Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings dags. 21. janúar 2019, umsögn Samgöngustofu dags. 22. janúar 2019, bréf Isavia ohf. dags. 28. janúar 2019 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 30. janúar 2019. Lagt fram að nýju ásamt uppf. uppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 7. september 2018 br. 30. janúar 2019 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2018.  Samþykkt með fjórum atkvæðum. Fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar með  þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2019. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá. Vísað til borgarráðs.
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir bóka: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði harma að ekki hafi verið tekið tillit til fjölda neikvæðra athugasemda sem sendar voru vegna fjarskiptamasturs sem nú hefur verið tekin ákvörðun um að reisa á Úlfarsfelli. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja benda á að með umsögn umhverfis- og skipulagssvið dags. 17. október 2018 er staðfest að mannvirki sem nú standa á Úlfarsfelli voru og eru í óleyfi. Þetta staðfestir einnig bréf skipulagsstofnunar dags. 30. janúar 2013 en þar var kynnt niðurstaða stofnunarinnar um að synja um meðmæli með veitingu byggingarleyfis efst á Úlfarsfelli vegna tækjaskýlis og tveggja 10m hárra staura til fjarskiptareksturs. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp úrskurð í kærumálinu þann 17. nóvember 2015. Í úrskurðinum var hafnað kröfu Reykjavíkurborgar um ógildingu á ákvörðun skipulagsstofnunnar. Við teljum ámælisvert að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi, á vinsælu og verðmætu útivistarsvæði í borgarlandinu með tilliti til þessa.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
113 Reykjavík
Landnúmer: 191854 → skrá.is
Hnitnúmer: 10098010