Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 67
1. apríl, 2020
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík dags. 29. maí 2019 uppf. 1. apríl 2020. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla Alta síðast uppf. 1. apríl 2020, tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 dags. 29. nóvember 2020, fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur og bréf Minjastofnunar Íslands dags. 17. júlí 2018. Tillagan var auglýst frá 30. ágúst 2019 til og með 11. október 2019. Eftirtaldar stofnanir sendu umsagnir: Bláskógabyggð dags. 5. september 2019, Garðabær dags. 23. september 2019, Mosfellsbær dags. 7. október 2019, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 10. október 2019, Veðurstofa Íslands dags. 10. október 2019, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 10. október 2019, Veitur dags. 11. október 2019 og Minjastofnun Íslands dags. 11. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. apríl 2020. Samþykkt sbr. 1. og 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006., með þeim breytingum sem koma fram í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. apríl 2020.  Vísað til borgarráðs.
Svar

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Í umsögn Minjastofnunar, vegna auglýstra skipulagstillagna í tengslum við breytingu vaxtamarka á Álfsnesi, segir m.a. staðsetning í Álfsnesvík muni hafa eyðileggjandi og óafturkræf áhrif á þá minjaheild sem bæjarstæði Glóru minjar um kaupstað við Þerneyjarsund og bæjarstæði Sundakots mynda á Álfsnesi vestanverðu. Svo virðist vera að tekið hafi verið tillit til flestra ábendinga stofnunarinnar. Skipulagsstofnun bendir samt á að framkvæmdin muni raska þeirri minjaheild sem finna má á vestanverðu Álfnesi og að áhrif á menningarminjar verði verulega neikvæð, bein og óafturkræf. Sundabraut á að koma austanmegin á Álfsnesi og hefur Minjastofnun ekki setti sig á móti henni því vegurinn og veghelgunin raskar ekki þessari minjaheild. Sama má segja um uppbyggingu SORPU bs. á svæðinu – uppbygging hennar raskar ekki minjaheildinni. Minjastofnun fullyrðir að uppbygging á hafnarmannvirkjum og iðnaði á þessu svæði raski minjaheildinni þrátt fyrir þær breytingar og tilfærslur sem eru hér til umræðu. Á meðan pólitísk áform meirihlutans í Reykjavík um að tefja enn frekar uppbyggingu Sundabrautar liggur fyrir að vinnsla á þessu svæði mun auka til muna umferð vegna þungaflutninga um Mosfellsbæ sem nú þegar eru miklir með tilheyrandi mengun.
  • Samfylkingin, Viðreisn, Píratar
    Reykjavíkurborg, í samstarfi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hefur undanfarin ár unnið að því að finna nýjan stað fyrir efnivinnslu og hafnaraðstöðu Björgunar. Það er mikilvægt að áfram verði starfsskilyrði fyrir fyrirtæki eins og Björgun á höfuðborgarsvæðinu, til að þjóna uppbyggingu og mannvirkjagerð. Með því er stuðlað að hagkvæmari þróun byggðar og dregið verulega úr umhverfisáhrifum uppbyggingar. Með staðsetningu slíks fyrirtækis nálægt stærstu byggingarsvæðum landsins, er hægt að spara verulega í akstursvegalengdum og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutning efnisins. Á fyrri stigum vinnunnar var farið í ítarlegt mat á valkostum sem náði til alls höfuðborgarsvæðisins og var niðurstaða þess mats sú að ásættanlegasta staðsetningin væri á Álfsnesi við Þerneyjarsund. Það er hinsvegar ljóst að fyrirhugað athafnasvæði Björgunar er staðsett í grennd við mikilsverðar menningarminjar sem vert er að vernda og halda á lofti á komandi árum. Því er lagt til að hafin verði undirbúningur að því að skilgreina hverfisvernd fyrir þau þrjú minjasvæði sem finna má í grennd við fyrirhugað athafnasvæði Björgunar; Kauphöfn við Þerneyjarsund, Sundakot og Glóra. Ekki er lagt til að hverfisverndarsvæði verði fest í aðalskipulagi nema í tengslum við skipulag Sundabrautar og ákvörðun um endanlega legu brautarinnar þegar frumhönnun framkvæmdar liggur fyrir.