Sjómannaskólareitur, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 42
3. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sjómannaskólareit 1.254.2. Í tillögunni felst uppbygging á lóð Sjómannaskólans fyrir allt að 150 nýrra íbúða á svæðinu fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmt húsnæði (almennar íbúðir). Auk þess verður bætt við byggingarheimildum fyrir biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Reiturinn afmarkast af Háteigsvegi til suðurs, Vatnsholti til austurs, Skipholti til norðurs, Nóatúni og lóð Háteigskirkju til suðurs og vesturs, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta ehf. dags. 1. júlí 2019. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 18. apríl 2019 og Húsakönnun Borgarsögusafns móttekin í júní 2019 og samgöngumat EFLU dags. 3. júní 2019. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.
Gestir
Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger arkitektar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins vill vekja athygli á óskum nemenda í Háteigsskóla og draga fram þeirra framtíðarsýn á svæðinu. Ungviðið í hverfinu vill ekki ný hús hjá Vatnshólnum. Vatnshóllinn er uppáhalds hóllinn og þeim finnst svo gott útsýni og gaman að leika sér á honum. Þau fara oft í leiki á hólnum með vinum sínum. Hóllinn er líka svo fallegur og skemmtilegur. Við ímyndum okkur stundum að hurðarnar á hólnum séu verndar risar. Vatnshóllinn er ævintýraheimur fyrir okkur. Hann er líka besta sleðabrekkan og við værum frekar til í að fá almennilegar tröppur til að komast upp á hólinn og rennibraut niður og útsýnisskífu til að kenna okkur hvað öll fjöllin heita sem við sjáum þegar við stöndum upp á hólnum. Á að hunsa óskir og skoðanir unga fólksins hér.