Laugavegur 168-176, nýtt deiliskipulagYrki arkitektar ehf, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík
Laugavegur 168
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 108
23. júní, 2021
Vísað til borgarráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu eru lagðir fram að nýju uppdrættir Yrki arkitekta ehf. dags. 1. febrúar 2021. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar við Laugaveg 168-176, þar sem gert er ráð fyrir að lóðin Laugavegur 176 verði nýtt undir gististarfsemi og verslun en aðrar lóðir á skipulagssvæðinu eru skilgreindar sem lóðir án heimilda.  Á lóðinni við Laugaveg 176 verður heimilt að rífa bakhús og byggja við núverandi byggingar, sjá nánar tillögu. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar dags. 2. júlí 2019. Tillagan var auglýst frá 9. apríl 2021 til og með 26. maí 2021. Eftirtaldir sendur athugasemdir/umsögn: íbúaráð Miðborgar og Hlíða dags. 29. apríl 2021, Local lögmenn f.h. Tannlækninga ehf., Tannheilsu ehf., Laser-Tannlæknastofu ehf og Sigfúsar Haraldssonar dags. 26. maí 2021 og Logos lögmannsþjónusta f.h. Vallhólma ehf., Dyrhólma hf og Hraunhólma ehf. dags. 26. maí 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. júní 2021.
Svar

Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs.

Bókanir og gagnbókanir
  • Viðreisn, Samfylkingin, Píratar
    Samkvæmt nýrri bílastæðastefnu er eðlilegt að ræða um viðmið frekar en lágmörk þegar kemur að bílastæðum.
  • Flokkur fólksins
    Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar við Laugaveg 168-176, þar sem gert er ráð fyrir að lóðin Laugavegur 176 verði nýtt undir gististarfsemi og verslun en aðrar lóðir á skipulagssvæðinu eru skilgreindar sem lóðir án heimilda. Íbúaráð og fleiri eru  á móti 8-hæða byggingu og var fallið frá því og fara á niður í 7. Hvað sem því líður verður útsýnisskerðing og mjög skiljanlegt að íbúar séu svekktir yfir því. Það skiptir vissulega máli hvernig húsin ,,mjókka upp” þegar hugað er að skuggamyndum og áhrifum á vind. Inndregnar efri hæðir minnka t.d. slík áhrif. Útsýni er takmörkuð auðlind og afstöðu þarf að taka til hverjir eiga að njóta þess. Kvartanir vegna útsýnisskerðingar eru margar, en eflaust fá einhverjir aðrir betra útsýni.  Nokkur vandræðagangur virðist vera í samgöngumálunum, og örðugt  að búa til stæði fyrir rútur en nefnd er í gögnum ein lausn á því. Fram kemur í niðurstöðum samgöngumats að 63 bílastæði ættu að vera á lóðinni, þar af 4 fyrir hreyfihamlaða. Hjólastæði skulu vera á bilinu 62-93. Fleiri hjólastæði eru en bílastæði sem er athyglisvert. 
105 Reykjavík
Landnúmer: 103420 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018271