Fossvogur brú, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 25
23. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: 
Svar

Mikilvægt er að væntanleg samgöngutenging með brú yfir Fossvog nýtist sem best fyrir fjölbreyttan ferðamáta. Samflot 3ja og fleiri er liður í að minnka álag á gatnakerfið. Rétt væri að kanna áhrif þess að leyfa samflot í tengslum við brú yfir Fossvog hvað varðar álag í umferðarmódeli. Hér er tækifæri til að hvetja fólk til samflots með jákvæðum hætti. Þá liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að fjármögnun um mannvirkið sem talið er að kosti 2.500 milljónir.

Gestir
Björn Ingi Edvardsson og Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.