Fossvogshverfi - Stjörnugróf 7-11, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 17
14. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skrifstofu eigna og atvinnuþróunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðanna nr. 7-11 við Stjörnugróf. Í breytingunni felst afmörkun lóða fyrir Stjörnugróf 7 og 9 og gera nýja lóð fyrir Stjörnugróf 11 þar sem heimilt verður að byggja íbúðarkjarna fyrir fatlaða einstaklinga á vegum velferðarsviðs Reykjavíkur, samkvæmt uppdr. A2A arkitekta dags. 2. ágúst 2018. Tillagan var auglýst frá 19. september 2018 til og með 31. október 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Soffía D. Halldórsdóttir dags. 27. október 2018 og Veitur dags. 1. nóvember 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2018 og er nú lagt fram að nýju. Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. nóvember 2018.  Vísað til Borgarráðs