(fsp) breyting á deiliskipulagi
Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 852
14. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. janúar 2022 var lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2021 ásamt bréfi dags. 26. nóvember 2021 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 2-4 við Barónsstíg og 36 við Skúlagötu sem felst í uppbygging fjölbýlishúss með 15-18 íbúðum auk verslunar/þjónustu á jarðhæð með útgengi að torgi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2022.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. janúar 2022, samþykkt.