(fsp) breyting á deiliskipulagi
Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 656
3. nóvember, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn Halldórs Eiríkssonar, mótt. 26. júní 2017, um breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóða nr. 2-4 við Barónsstíg og 36 við Skúlagötu sem felst í breyttri notkun og uppbyggingu á lóðunum. Er um að ræða stækkun á núverandi hóteli og breytingum á umhverfi Barónsfjóssins, samkvæmt fyrirspurnargögnum T.ark, dags. 13. júní 2017, breytt 20. september 2017. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuða, dags. 26. júní 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2017.
Svar

Tekið er jákvætt í erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2017.