framkvæmdaleyfi
Miklabraut við Rauðagerði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 580
8. apríl, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Magnúsar Skúlasonar f.h. Veitna ohf., mótt. 25. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Miklubrautar. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðis verði stækkað vegna nýrrar lóðar. Lóðin er ætluð fyrir lokahús á aðalæð kaldavatnslagnar, samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar ark., dags. 8. janúar 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 19. febrúar til og með 18. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Auður Leifsdóttir f.h. húseigenda að Stigahlíð 35, dags. 18. mars 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs