framkvæmdaleyfi
Miklabraut við Rauðagerði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 643
28. júlí, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2017 var lögð fram umsókn Veitna ohf. , mótt. 19. júlí 2017, ásamt bréfi, dags. 19. júlí 217, um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar stofnlagnar fyrir kalt vatn frá nýju lokahúsi Veitna við Stigahlíð þvert yfir Kringlumýrarbrautina að mislægum gatnamótum við Kringluna, samkvæmt teikningum Veitna og Verkís, dags. 30. maí 2017. Einnig er lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 10. júlí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. júlí 2017..
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir hluta stofnlagnarinnar með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.28. júlí 2017 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.