breyting á deiliskipulagi
Brautarholt 26-28
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 623
3. mars, 2017
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. febrúar 2017 var lögð fram fyrirspurn Karls Mikla ehf., mótt. 10. janúar 2016, um að breyta efri hæðum húsanna á lóð nr. 26-28 við Brautarholt í litlar íbúðir og setja svalir á á götuhlið húsanna. Á jarðhæð er haldið í núverandi notkun með verslun og þjónustu að mestu leiti en hluti jarðhæðar verður nýtt undir anddyri og vagna/hjólageymslur fyrir íbúðir á efri hæðum, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta ehf., dags. 10. janúar 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. mars 2017.
Svar

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. mars 2017.