framkvæmdaleyfi
Sundahöfn
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 721
22. mars, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. febrúar 2019 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðindavegna vegna m.a. eftirfarandi: skilmála vantar fyrir gerð á nýjum hafnarbakka, nýtingarhlutfall á lóð nr. 9 við Sægarða skv skilmálatöflu er óeðlilega hátt miðað við byggingarheimildir í sérskilmálum greinargerðar, gera þarf grein fyrir hvað er átt við með heimahöfn 100 starfsmanna sem fram kemur í greinargerð o.fl. sbr. bréfi stofnunarinnar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. október 2018 síðast uppf. 14. mars 2019.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

104 Reykjavík
Landnúmer: 219172 → skrá.is
Hnitnúmer: 10112520