framkvæmdaleyfi á Gvendarbrunnasvæðinu
Verndunarsvæði vatnsbóla
Síðast Frestað á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 483
14. mars, 2014
Frestað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2014 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 2. janúar 2013 um framkvæmdaleyfi til að bora nýja vinnsluholu á Gvendarbrunnasvæðinu. Einnig er lögð fram mynd af staðsetningu vinnsluholu og verklýsing ódags. Jafnframt er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21. janúar 2014 ásamt drögum að starfsleyfi fyrir Orkuveituna.
Erindi var samþykkt á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. febrúar 2014 með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykkar um umhverfis- og skipulagsráð og með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi skipulagsstofnunar dags. 26. febrúar 2014. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Frestað.