breyting á deiliskipulagi
Skólavörðustígur 16
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 738
9. ágúst, 2019
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristjáns Bjarnasonar dags. 26. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 16 við Skólavörðustíg. Í breytingunni felst að porti suðvestan til í húsinu er lokað að hluta og komið fyrir flóttastiga. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur ehf. dags. 2. febrúar 2019 br. 20. apríl 2019. Einnig er lagt fram samþykki hluta meðlóðarhafa dags. 28. desember 2017. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Hafdísar Perlu Hafsteinsdóttur dags. 24. júlí 2019 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var grenndarkynnt frá 27. júní 2019 til og með 2. ágúst 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hafdís Perla Hafsteinsdóttir dags. 25. júlí 2019, Haraldur Hauksson og Sigrún Kristjánsdóttir dags. 25. júlí 2019, Reinhold Þorvaldur Kristjánsson og Sólveig Pétursdóttir dags. 25. júlí 2019.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.