breyting á deiliskipulagi
Skólavörðustígur 16
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 688
29. júní, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2018 var lögð fram umsókn Kristjáns Bjarnasonar dags. 21. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 16 við Skólavörðustíg. Í breytingunni felst að loka porti suðvestan til í húsinu og nýta undir m.a. stigahús. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur ehf. dags. 4. maí 2018. Einnig er lagt fram bréf slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2018. Rétt bókun er:
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Óðinsgötu 1, Skólavörðustíg 16a.
Vakin er athygli á að erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu samkvæmt gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg 1193/2016.