breyting á deiliskipulagi
Alþingisreitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 588
3. júní, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. maí 2016 var lögð fram umsókn Batteríssins arkitekta ehf., mótt. 17. maí 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst að hækka tengibyggingu milli Kirkjustrætis 8b og 10 um eina hæð og fækka bílastæðum á lóð. Einnig fjallar deiliskipulagstillaga um fornminjar, um varðveislu þeirra og aðgengi, samkvæmt uppdr. Batterísins, dags. 22. mars 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir breytingu á deiliskipulagi áður en kynning fer fram, samkv. 7.5 .gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.