breyting á deiliskipulagi
Alþingisreitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 652
6. október, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar, mótt. 4. október 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst að skilmálum verður breytt í samræmi við vinningstillögu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu Alþingis, varðandi hæðir og lögun nýbygginga, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Batterísins Arkitekta ehf., dags. 4. október 2017. Einnig er m.a. gert ráð fyrir að byggja litla tveggja hæða byggingu á mótum tengiganga sunnan Kirkjustrætis 10A, auk þess sem fallið verður frá því að gera sýnilegar þær fornminjar, sem búið er að fjarlægja, en varðveittar fornminjar verða áfram í núverandi kjallara Kirkjustrætis 4. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 25. ágúst 2017, varðandi fornleifar.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016