breyting á deiliskipulagi
Alþingisreitur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 662
15. desember, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Einarssonar, mótt. 4. október 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst að skilmálum verður breytt í samræmi við vinningstillögu í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu Alþingis, varðandi hæðir og lögun nýbygginga, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Batterísins Arkitekta ehf., dags. 4. október 2017. Einnig er m.a. gert ráð fyrir að byggja litla tveggja hæða byggingu á mótum tengiganga sunnan Kirkjustrætis 10A, auk þess sem fallið verður frá því að gera sýnilegar þær fornminjar, sem búið er að fjarlægja, en varðveittar fornminjar verða áfram í núverandi kjallara Kirkjustrætis 4. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 25. ágúst 2017, varðandi fornleifar. Tillagan var auglýst frá 1. nóvember 2017 til og með 13. desember 2017. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar