breyting á skilmálum deiliskipulags
Hverfisgata 123
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 692
27. júlí, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Helga Hafliðasonar dags. 15. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagarðsreits vestari, Hlemmur+ vegna lóðarinnar nr. 123 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir einni hæð ofan á núverandi útbyggingu á baklóð með aðgangi um svalagang frá stigahúsi og setja svalir á götuhlið, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar arkitekts dags. 31. maí 2018. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. dags. 31. maí 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. júlí 2018 til og með 24. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gestur Halldórsson f.h. Ingibjargar A. Gestsdóttur eiganda og íbúa að Hverfisgötu 121 dags. 9. júlí 2018.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.