breyting á skilmálum deiliskipulags
Hverfisgata 123
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 682
25. maí, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Helga Hafliðasonar dags. 15. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagarðsreits vestari, Hlemmur+ vegna lóðarinnar nr. 123 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir einni hæð ofan á núverandi útbyggingu á baklóð með aðgangi um svalagang frá stigahúsi og setja svalir á götuhlið, samkvæmt uppdr. Helga Hafliðasonar arkitekts dags. 15. maí 2018. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdr. dags. 20. apríl 2018.
Svar

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.