framkvæmdarleyfi
Heiðmörk - vatnsverndarsvæði
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 343
25. mars, 2011
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Landmótunar dags. 8. júlí 2010 að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrætti. Einnig er lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 2. júlí 2009. Tillagan var auglýst frá 11. ágúst 2010 til og með 1. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir. umsögn/bréf skíðagöngufélagsins Ulls dags. 15. september, Björn Guðmundsson dags. 21. september, Sigurður Sigurðsson f.h. sumarbústaðaeigenda í Heiðmörk dags. 21. september, Garðar Briem dags. 21. september, Samtök Hestamanna: Fákur, Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi og Landsamband hestamanna dags. 21. september 2010, Anna Ólafsdóttir dags. 22. september, Harald og Þórunn dags. 22. september og Skógræktarfélag Reykjavíkur dags. 28. september 2010. Einnig lagðar fram umsagnir: Vegagerðarinnar dags. 20. ágúst 2010, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. september 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs s.d., umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. september 2010, umsögn Landsnets dags. 14. september 2010, umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. september 2010, umsögn Veiðimálastofnunar dags. 22. september 2010, umsögn Veiðifélags Elliðavatns dags. 21. september 2010 ásamt rannsóknarskýrslu Veiðimálastofnunar, umsögn og bókun skipulagsnefndar Kópavogs, ásamt beiðni um samráðsfund dags. 22. september 2010 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 8. nóvember 2010. Samrit af erindi Kópavogsbæjar barst frá skrifstofu borgarstóra s.d., athugasemdir og umsögn skógræktar ríkisins dags. 27. september 2010, athugasemdir Kópavogsbæjar dags. 25. október 2010, Bergljót Rist dags. 1. nóvember 2010 og athugasemdir Garðabæjar dags. 3. nóvember 2010. Einnig lagt fram bréf Orkuveitunnar dags. 21. desember 2010 þar sem lagðar eru fram tillögur að mótvægisaðgerðum. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. janúar 2011 um bréf OR frá 21. desember 2010. Einnig lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 23. mars 2011.
Svar

Kynna formanni skipulagsráðs.