breyting á deiliskipulagi
Frakkastígur - Skúlagata
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 663
5. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega 1 hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. umhverfis- og skipulagssviðs og VA arkitektadags, dags. 3. október 2017. Tillagan var auglýst frá 1. nóvember 2017 til og með 13. desember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: Samúel Torfi Pétursson dags. 1. nóvember 2017, undirskriftalisti íbúa að Skúlagötu 20 dags. 8. nóvember 2017, Björgvin Þórðarson hrl. f.h. húsfélagsins Skúlagötu 20, dags. 12. desember 2017, Ingrid Björnsdóttir, tvö athugasemdabréf, dags. 12. desember 2017, Sólveig Jónsdóttir, dags. 12. desember 2017 og Páll Gunnlaugsson f.h. stjórnar Skuggahverfis 2-3 dags. 13. desember 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnistjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. desember 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.