breyting á skilmálum deiliskipulags
Þrastargata 1-11
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 679
4. maí, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Fálkagötureita vegna lóðarinnar nr. 7b við Þrastargötu. Í breytingunni felst að heimilt er að koma fyrir kvisti á norðurhlið hússins, samkvæmt tillögu ARKHD dags. 27. febrúar 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. mars 2018 til og með 30. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Snorri Halldórsson og Laufey Einarsdóttir dags. 19. mars 2018, Lex lögmannsstofa f.h. Guðmundar O. Víðissonar dags. 28. mars 2018 og Margrét I. Hinriksdóttir dags. 28. mars 2018. Einnig er lagður fram tölvupóstur Edvarðs Júlíusar Sólnes og Sigríðar Maríu Sólnes dags. 2. mars 2018, Elísabetar Jónsdóttur og Grétars Árnasonar dags. 15. mars 2018, Snorra Halldórssonar og Laufeyjar Einarsdóttur dags. 19. mars 2018, Þórunn H. Óskarsdóttir og Sigurður Arnar Jónsson dags. 20. mars 2018, Ólu Helgu Sigfinnsdóttur og Guðmundar Lýðssonar dags. 27. mars 2018, Örlygs Ásgeirssonar og Kristjönu Ástu Long dags. 30. mars 2018, Sigríðar Ellu Magnúsdóttur og Símonar Vaughan dags. 31. mars 2018 og Guðmundar Benediktssonar f.h. Observant ehf. dags. 1. apríl 2018 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. apríl 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.