(fsp) breyting á skilmálum deiliskipulags
Kirkjustétt 2-6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 581
15. apríl, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. apríl 2016 var lögð fram fyrirspurn Önnu Sigríðar Jóhannsdóttur f.h. Menju ehf., mótt. 15. mars 2016, varðandi hækkun húsanna B og C á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt um eina hæð þ.e. hús B verði þrjár hæðir og hús C verði tvær hæðir ásamt breytingu á notkun húsanna í blandaða notkun, en áfram yrði þjónusta á götuhæð en íbúðir á efri hæðum húsanna. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. apríl 2016.
Svar

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. apríl 2016.

113 Reykjavík
Landnúmer: 188525 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092628