(fsp) breyting á deiliskipulagi
Háskóli Íslands, Vísindagarðar
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 749
1. nóvember, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Vísindagarða. Í breytingunni felst að suðaustan við svæðið er byggingarreit útisvæðis bætt við. Útisvæðið verður afgirt með 4 metra háu grindverki og verður gert ráð fyrir færanlegum gámaeiningum á svæðinu ásamt því að kælitækjum verður fjölgað. Lóð G stækkar um 18 fm. á horni Sæmundargötu og Eggertsgötu og skilmálatafla fyrir lóð G breytist, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 26. ágúst 2019.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda