lýsing
Fossvogsdalur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 380
30. janúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. janúar 2012, vegna samþykktar borgarráðs að vísa svohljóðandi tillögu til meðferðar stýrishóps um endurskoðun aðalskipulags: Lagt er til að borgarráð lýsi yfir vilja sínum til þess að tryggja, í gegnum aðalskipulag Reykjavíkur, möguleika á sundlaug í Fossvogsdal. Sundlaugin yrði byggð í samvinnu við Kópavogsbæ. Haft verði að leiðarljósi að sundlaugin raski ekki gildi Fossvogsdals sem útivistarsvæðis og náttúruperlu. Hönnun sundlaugarinnar skal taka mið af umhverfinu og uppfylla staðla um vistvæna hönnun og leggja áherslu á aðgengi að lauginni með vistvænar samgöngur að leiðarljósi. Viljayfirlýsing þessi er gerð í trausti þess að vilji Kópavogs standi til hins sama og sveitarfélögin skipti jafnt með sér kostnaði, komi til verkefnisins. Greinargerð fylgir tillögunni.
Jafnframt lögð fram drög að viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um að gert verði ráð fyrir byggingu Fossvogslaugar í Fossvogi á aðalskipulagi beggja sveitarfélaganna.
Svar

Vísað til meðferðar stýrihóps um endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur.