framkvæmdaleyfi
Tryggvagata og Naustin
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 757
10. janúar, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna svæðis sem nær eftir Tryggvagötu frá gatnamótum Grófarinnar í vestri að Pósthússtræti í austri, auk Naustanna og lóðar Tollhússins. Í breytingunni felst að lóðarmörkum tollhússins eins og þau eru sýnd á lóðarblaði frá 4. júní 1993 er breytt. Á svæðinu sem breytingin nær til verða eingöngu heimil 3 bílastæði fyrir hreyfihamlaða og 1 þjónustustopp fyrir rekstraraðila í Tryggvagötu. Auk þess verður tímabundin stöðvun þjónustuaðila heimil í Naustunum sunnan við Tryggvagötu en stæði verða ekki tilgreind þar. Auk þess eru 7 bílastæði á lóð tollhússins, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 13. desember 2019. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. Landmótunar sf. dags. 28. desember 2019.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.