nýtt deiliskipulag
Hvassaleitisskóli
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 665
19. janúar, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram fram að nýju umsókn skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, mótt. 28. september 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Háaleitisskóla, Hvassaleiti að Stóragerði 11A. Í breytingunni felst að ný stæði fyrir hreyfihamlaða verða útbúin við aðalinngang skólans og gert er ráð fyrir að önnur bílastæði (alls 32 stæði) verði færð innan skólalóðar í suðvesturhorn lóðarinnar með nýrri aðkomu frá Brekkugerði,samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf., dags. 9. nóvember 2017. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2017 til og með 9. janúar 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 40 íbúar að Brekkugerði og Stóragerði, dags. 8. janúar 2018. Einnig er lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, dags. 19. desember 2017
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs