nýtt deiliskipulag
Hvassaleitisskóli
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 818
30. apríl, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla að Stóragerði 11A. Í tillögunni eru sýndar endurbætur er stuðla að auknu öryggi nemenda og starfsmanna skólans, bæði er varðar bætt aðgengi að skólalóðinni og bættri aðstöðu til leikja innan hennar. Færa á almennu bílastæðin (30 stk.) frá norðurhluta skólalóðar yfir á suðurhluta með nýrri aðkomu frá Brekkugerði sem er á borgarlandi. Stæði hreyfihamlaða (2 stk.) verða áfram á núverandi stað fyrir framan aðalinngang skólans. Deiliskipulagsmörk verða útvíkkuð og skólalóð verður stækkuð auk þess sem komið verður fyrir skólarútustæði og sleppistæði í Stóragerði. Nýjum byggingarreitum undir færanlegar kennslustofur og nýtt sorpgerði er komið fyrir innan skólalóðarinnar, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 29. janúar 2021. Einnig er lagt fram minnisblað skóla- og frístundasviðs dags. 16. apríl 2019. Tillagan var auglýst frá 19. febrúar 2021 til og með 7. apríl 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Ólafía Aðalsteinsdóttir dags. 4. mars 2021, Axel Kaaber dags. 6. apríl 2021 og 46 eigendur að Brekkugerði og Stóragerði 27, dags. 7. apríl 2021. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. apríl 2021 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.